Greinar um áfangastaði

París
Um leið og þú stígur fæti í París ertu orðinn hluti af borginni. Það upplifði ég í fyrsta sinn þegar ég kom þangað 22 ára gamall. Ég var þá á ferð um Evrópu í bílaleigubíl ásamt vinum mínum. Bílinn höfðum við tekið að leigu í Lúxemborg eins og margir gerðu á þessum árum. Þaðan blússuðum við til Parísar. Við komum í borgina seint um kvöld, skildum bílinn eftir í bílageymslu fyrir utan miðborgina og brunuðum með neðanjarðarlestinni inn að Ile de la Cite, eyjunni í miðri Signu, sem hefur verið hjarta Parísar frá upphafi.

Stokkhólmur – Feneyjar norðursins
Það er ekki undarlegt að Stokkhólmur, höfuðborg Svíþjóðar, hafi um aldaldaraðir gengið undir nafninu „Feneyjar norðursins“. Borgin Feneyjar á Ítalíu er eins og allir vita umlukin hafinu, eiginlega byggð úti á hafi á tréstaurum og þar er helsta samgönguleiðin síki í stað gatna og gondólar koma í stað bíla. Það sama einkennir Stokkhólm að mörgu leiti.

Madeira
Madeira, stundum nefnd „Havaí Evrópu“, hefur orðið æ vinsælli meðal íslenskra ferðalanga sem leita að nýrri paradís. Eyjan, sem er staðsett í miðju Atlantshafi, býður upp á óviðjafnanlega náttúrufegurð, milt loftslag og fjölbreytta afþreyingu sem höfðar til ævintýragjarna ferðamanna.

Edinborg
Edinborg, heillandi höfuðborg Skotlands, býður gestum fullkomna blöndu af sögu, menningu og náttúrufegurð. Hún er þess vegna hrífandi áfangastaður fyrir þá sem dreymir um ógleymanlega ferð. Í þessu bloggi kynnumst við betur sígildum töfrum Edinborgar og búum til lista yfir það sem má að taka sér fyrir hendur í borginni, sniðinn að áhugamálum og þörfum fólks sem komið er á efri ár.

Calpe, gimsteinn Spánar
Ef þú ert að skipuleggja væntanlega ferð til Costa Blanca á Spáni þarftu að bæta Calpe við listann, smábæ við ströndina, 67 km frá Alicante, við jaðar Penyal d’Ifac landverndarsvæðisins.

Aðventan í Kaupmannahöfn
Aðventan í Kaupmannahöfn er engri lík þar sem danska hugtakið „hygge“ fær að njóta sín frá degi til dags á þessum æðislega tíma ársins. Aðventan fyrir Dönum er einn huggulegasti tími ársins þar sem vinir hittast, deila mat og eyða „hygge“ stundum með sínu nánasta fólki, með heitu glöggi við hönd að gera klárt fyrir jólin.
Sérsniðnar ferðir fyrir eldri borgara

Höfum það gaman
– ferðumst saman
Ferðaskrifstofa eldri borgara er í eigu Niko ehf. sem er handhafi ferðaskrifstofuleyfis frá Ferðamálastofu. Það er okkar fremsta markmið að bjóða áhugaverðar ferðir með skemmtilegri afþreyingu, spennandi áfangastöðum og þægindum sem henta eldri borgurum.
Við tökum sérstakt tillit til þarfa eldri borgara og reynum að koma til móts við óskir þessa hóps á sem flestum sviðum. Einnig viljum við fá góðar ábendingar frá sem flestum. Hægt er að senda okkur tölvupóst á netfangið niko@niko.is eða hringja til okkar í síma 499-2960. Við svörum öllum fyrirspurnum samdægurs, alla virka daga.
Skelltu þér með okkur í ævintýri! Hvort sem það er í borg, sveit eða sól. Hér fyrir neðan má sjá úrval væntanlegra ferða sem eru sérhannaðar fyrir þarfir eldri borgara.