Edinborg, heillandi höfuðborg Skotlands, býður gestum fullkomna blöndu af sögu, menningu og náttúrufegurð. Hún er þess vegna hrífandi áfangastaður fyrir þá sem dreymir um ógleymanlega ferð. Í þessu bloggi kynnumst við betur sígildum töfrum Edinborgar og búum til lista yfir það sem má að taka sér fyrir hendur í borginni, sniðinn að áhugamálum og þörfum fólks sem komið er á efri ár.
Saga og glæsileiki einkenna Edinborg þar sem hún breiðir úr sér um ávalar hæðir undir Sæti Artúrs, hömróttum leifum af æfafornu eldfjalli.
Edinborg: Saga í glæsilegri umgjörð
Borgin er skoskur kjörgripur með Gamla bænum (Old Town) frá miðöldum, mikilfenglegum Nýja bænum (New Town) og öflugu menningarlífi. Heimsókn til Edinborgar gefur fyrirheit um tækifæri til að slaka á, kanna nýjar slóðir og auðga andann. Hún er framúrskarandi áfangastaður fyrir fólk á efri árum, öll aðstaða og þægindi í borginni falla vel að þörfum eldri borgara og heimamenn taka vel á móti gestum.
Það er af nógu að taka í Edinborg:
1. Röltu um gamla bæinn
Byrjaðu ævintýrið í Edinborg með því að kynnast heillandi andrúmslofti á strætum Gamla bæjarins. Njóttu byggingarlistar frá fyrri öldum og röltu eftir Konunglegu mílunni (Royal Mile), aðalstrætinu í Gamla bænum; líttu í leiðinni inn á nær falin afgirt svæði og húsagarða sem geyma menjar um litríka fortíð borgarinnar.