Ferðaskrifstofa eldri borgara er í eigu Niko ehf. Það er okkar fremsta markmið að framleiða áhugaverðar ferðalausnir sem innihalda skemmtilega afþreyingu, spennandi áfangastaði og þægindi sem henta eldri borgurum. Við tökum sérstakt tillit til þarfa eldri borgara og reynum að koma til móts við óskir þessa aldrushóps á sem flestum sviðum.
Sigurður K. Kolbeinsson
Sigurður er eigandi Niko ehf. ásamt Eddu D. Sigurðardóttur en hann hefur rekið fyrirtækið síðan 2004, upphaflega í Kaupmannahöfn. Sigurður hefur komið víða við í ferðaþjónustu og starfaði sem ungur maður hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn í kringum 1980 og síðar hjá Island Tours í Kaupmannahöfn. Sigurður sinnir framleiðslu á nýjum ferðum ásamt bókunum, fjármálum og markaðsmálum.
Beinn sími: 499-2960
Netfang: skk@niko.is
Dalla Rannveig Jónsdóttir
Dalla Rannveig Jónsdóttir hóf störf hjá Niko Travel Group í apríl 2024 og mun sinna sölustjórn og ráðgjöf fyrir Ferðaskrifstofu eldri borgara og Kólumbus Ævintýraferðir. Dalla starfaði áður hjá Meniga í 10 ár og þar áður hjá MAST á Selfossi.
Beinn sími: 499-2960
Netfang: dalla@niko.is
Sædís Íva Elíasdóttir
Íva hóf störf hjá Niko Travel Group í september 2024 og mun sinna framleiðslustjórn og utanumhaldi á fjölmörgum af ferðum Ferðaskrifstofu eldri borgara og Kólumbus Ævintýraferða. Íva starfaði s.l. 12 ár sem stjórnandi hjá Arion Banka á Suðurlandi og býr að góðri reynslu í samskiptum við fjölmarga viðskiptavini.
Sími: 499-2960
Netfang: iva@niko.is
Arna Þorsteinsdóttir
Arna hóf störf hjá Niko Travel Group í ársbyrjun 2024 og stýrir markaðsstarfi allra þeirra vörumerkja sem falla undir Niko. Arna hefur starfað í markaðsmálum í áratug, með mikla og fjölbreytta reynslu. Arna var eigandi og stjórnandi hjá auglýsingastofunni Sahara og gegndi veigamiklu hlutverki í þróun og stækkun á starfsemi þeirra síðastliðin ár.
Netfang: arna@niko.is
Goði Sveinsson
Goði starfaði áður sem sölu- og markaðsstjóri hjá ÚÚ í 8 ár og þar áður við flugrekstur og markaðsmál víða um heim hjá Icelandair og Arnarflugi. Goði vinnur að sjálfstæðum verkefnum sem lúta að sérferðum á vegum Kólumbus Ævintýraferða.
Beinn sími: 783-9305
Netfang: godi@niko.is
Hildur Jónsdóttir
Hildur starfar sem svæðisstjóri Niko Travel Group á Ítalíu og annast skipulag og bókanir fyrir hópa á vegum Kólumbus Ævintýraferða og annarra sérhópa sem til okkar leita. Hildur hefur búið og starfað á Ítalíu í 20 ár og þekkir land og þjóð mjög vel.
Beinn sími: +39-3386-985868
Netfang: hildur@niko.is
Edda D. Sigurðardóttir
Edda er annar eigenda Niko ehf. og annast eignaumsýslu á vegum Niko ehf. auk sérverkefna sem tengjast einstökum ferðum á vegum Ferðaskrifstofu eldri borgara og Kólumbus Ævintýraferða.
Beinn sími: 770-6855
Netfang: edda@niko.is
Gísli Jafetsson
Gísli starfar sem aðal fararstjóri Ferðaskrifstofu eldri borgara. Hann hefur komið víða við á undanförnum árum og er m.a. mjög reyndur í Færeyjum. Gísli er þekktur fyrir hvað hann heldur vel utan um hópinn á hverjum tíma. Gísli hefur mikil tengsl við samfélag eldri borgara en hann var um árabil framkvæmdastjóri FEB.
Netfang: gisli@niko.is
Sr. Þórhallur Heimisson
Sr. Þórhallur er mjög reyndur fræðimaður sem hefur ferðast víða og m.a. sérhæft sig í ferðum til sögufrægra staða eins og Róm og Ísrael. Hann á að baki ára langa reynslu sem fararstjóri og leiðsögumaður hjá ferðaskrifstofunni VITA en sinnir nú sérverkefnum á sviði fararstjórnar fyrir Ferðaskrifstofu eldri borgara og Kólumbus Ævintýraferðir.
Netfang: thorhallur@niko.is
Kristinn Blöndal
Kristinn hefur verið búsettur erlendis s.l. 40 ár og býr um þessa mundir á Costa Blanca svæðinu, hann er m.a. mjög reyndur í fararstjórn og ferðaskipulagningu. Jafnfram hefur hann góða þekkingu á staðháttum auk góðrar tungumálakunnáttu en hann talar 7 tungumál, þ.m.t. spænsku. Kristinn leggur áherslu á fræðslu um sögu og upplifum á þeim áfangastöðum þar sem hann starfar sem fararstjóri.
Heimir Óskarsson
Heimir er hönnuður vörumerkis og auglýsinga. Jafnframt sinnir Heimir vefsíðumsjón fyrir Niko Travel Group. Hann býr að áratuga reynslu sem hönnuður og starfaði m.a. á auglýsingastofum s.s. Íslensku auglýsingastofunni, Árnasonum og Tíu punktum.