Ferðaskrifstofa eldri borgara – Vinnsla

Fréttir og greinar

Áfangastaðir
Berlín

Hvert sem ferðamaður fer í Berlín blasir sagan við. Þar blandast sagan einhvern vegin á sjálfsagðan hátt við púls mannlífsins. Klassískar byggingar og listaverk speglast í nýlistinni og ljúfum nútímalegum þokka. Fáar borgir Evrópu hafa á undanförnum árum verið sóttar heim af eins mörgum ferðalöngum og einmitt Berlín. Enda er Berlín glæsileg höfuðborg hins sameinaða Þýskalands og horfir björtum augum fram á veginn samtímis því sem hún er óumdeilanlega einna fremst meðal jafningja í Evrópu.

Lesa meira »
Greinar
Vinafundur

Þær eru margar ástæðurnar eins og við vitum, sem búa að baki því að ákveðum að skella okkur í ferðalag. Okkur langar kannski að sjá eitthvað nýtt eða endurnýja kynni við staði sem við höfum ekki lengi séð eða heimsótt. Ef til vill er það maturinn, sagan, umhverfið og fólkið á framandi stöðum sem heillar okkur. Það getur líka verið löngunin til að upplifa góða hluti með einhverjum sem okkur þykir vænt um.
– Eða jafnvel áhugi okkar á því að kynnast nýju og kátu fólki í skemmtilegum ferðahóp.

Lesa meira »

Sérsniðnar ferðir fyrir eldri borgara

Höfum það gaman
– ferðumst saman

Ferðaskrifstofa eldri borgara er í eigu Niko ehf. sem er handhafi ferðaskrifstofuleyfis frá Ferðamálastofu. Það er okkar fremsta markmið að bjóða áhugaverðar ferðir með skemmtilegri afþreyingu, spennandi áfangastöðum og þægindum sem henta eldri borgurum.

Við tökum sérstakt tillit til þarfa eldri borgara og reynum að koma til móts við óskir þessa hóps á sem flestum sviðum. Einnig viljum við fá góðar ábendingar frá sem flestum. Hægt er að senda okkur tölvupóst á netfangið niko@niko.is eða hringja til okkar í síma 499-2960. Við svörum öllum fyrirspurnum samdægurs, alla virka daga.

Skelltu þér með okkur í ævintýri! Hvort sem það er í borg, sveit eða sól. Hér fyrir neðan má sjá úrval væntanlegra ferða sem eru sérhannaðar fyrir þarfir eldri borgara.

VIÐ BJÓÐUM FJÖLBREYTTAR FERÐIR FYRIR ELDRI BORGARA

Kynntu þér væntanlegar ferðir

7. – 11. september 2025
Með sr. Þórhalli Heimissyni

14. – 18. september 2025
Með Thomasi Möller

23. september – 7. október 2025
Eyja blómanna
Með Kristni Blöndal
Uppselt – biðlisti

14. – 28. október 2025
Eyja blómanna
Með Kristni Blöndal

11. – 15. maí 2025
Með sr. Þórhalli Heimissyni
Aðeins 1 sæti eftir

21. – 24. júní 2025
Með sr. Þórhalli Heimissyni
Uppselt – biðlisti

21. ágúst – 1. september 2025
Ævintýraleg lúxusferð!
Fararstjóri: Thomas Möller
Uppselt – biðlisti

12. – 17. október 2025
Með sr. Þórhalli Heimissyni
Uppselt – biðlisti