Hefur þú heimsótt Grænland?

Ferðir okkar til Grænlands hafa gengið einstaklega vel allt frá 2021. Ferðarskrifstofa eldri borgara mun því áfram bjóða ferðir til Narsarsuaq sumarið 2024 og fyrsta ferðin verður 22.-25. júní. Flogið verður í beinu flugi með Icelandair, að þessu sinni frá Keflavíkurflugvelli til Narsarsuaq eða „Stóru sléttunnar”. Á þessum slóðum var þungamiðja byggðar í Eystribyggð Grænlendinga hinna fornu enda Brattahlíð, bær Eiríks rauða, skammt frá. Þar stendur í dag bærinn Quassiarsuk. Boðið verður upp á 3ja nátta / 4 daga ferð með hálfs- og heildags skoðunarferðum í  nágrenni Eiríksfjarðar. Gist verður á Hotel Narsarsuaq í tveggja manna herbergjum, öllum með sér baðhergi.

Fararstjóri: Sr. Þórhallur Heimisson.

21. júní: Brottför frá Keflavíkurflugvelli kl. 17:30 og lent í Narsarsuaq kl. 19:30 að staðartíma. Ekið að hótelinu þar sem innritun fer fram. Kvöldverður á hótelinu kl 20:00.

22. júní: Morgunverður á hóteli og síðan lagt af stað kl. 09:00 í dagsferð til Igaliku. Það er bær með um 50 íbúa sem stendur á sama stað og höfuðból og biskupsetur Grænlendinga hinna fornu sem nefnt var Garðar. Siglt er um Eiríksfjörð frá Narsarsuaq. Hádegissnarl í Igaliku er innifalið. Komið aftur á hótel kl. 17:00. Kvöldverður (útigrill) í Narsarsuaq sem er mikil upplifun.

23. júní: Morgunverður á hóteli og síðan lagt af stað kl. 08:30 í dagsferð til Narsaq. Narsaq er bær með um 1500 íbúa og stendur á tanga sem aðskilur Tunnulliarfik fjörð (Eiríksfjörð) og nyrðri Sermilik-fjörð (Bredefjord). Snæddur er hádegisverður á Hótel Narsaq (innifalinn í verði) og siglt þaðan um kl. 15:00 áleiðis inn Ísfjörðinn sem er ólýsanleg upplifun. Qooroq jökullinn er náglæt Narsarsuaq þar sem ísjakar fljóta um í firðinum. Komið aftur á hótel kl. 17:30. Kvöldverður á hóteli kl. 20:00.

24. júní: Morgunverður á hóteli. Eftir morgunverð verður lagt af stað í ferð til Qassiarsuk þar sem áður var bær Eiríks rauða, Brattahlíð. Um 15 mínútur tekur að sigla yfir fjörðinn. Hádegisverður í Café Thorhildur. Eftir hádegisverð verður ekið um Narsarsuaq-bæinn og skoðað verður minjasafn um veru bandarísku hermannanna frá árinu 1943. Ekið á flugvöll, brottför frá Narsarsuaq kl. 20:15 og lent á Keflavíkurflugvelli kl. 00:15 að íslenskum tíma.

Verð: 339.000 kr. á mann m.v. gistingu í tvíbýli.
Aukagjald vegna gistingar í eins manns herbergi: 39.900 kr.

Við skráningu þarf að greiða 50.000 kr. staðfestingargjald. 

Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko travel group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

• Flug og flugvallarskattar.
• Gisting á Hótel Narsarsuaq í tveggja manna herbergi með sér baðherbergi.
• Morgunverður alla daga og 2ja rétta kvöldverður 2 kvöld, útigrill 1 kvöld.
• Allur akstur, dagsferðir og veitingar skv. leiðarlýsingu.Íslensk fararstjórn.

Bóka

Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka
fyrir staðfestingargreiðslu.

Uppselt – Biðlisti

Hægt að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Stutt vídeó frá einni af Grænlandsferðum FSEB

Vídeóið er unnið með klippum frá Stefáni Atla sem hann tók upp með drónanum sínum í Grænlandsferð með okkur 19.-22. ágúst 2023.