Ferðaskrifstofa eldri borgara býður viðskiptavinum sínum upp á glæsilega skemmtisiglingu um Gríska Eyjahafið dagana 21. ágúst til 1. september 2025.

Flogið er með Icelandair til Rómar að morgni 21. ágúst og gist á Hotel Morgana 4* í eina nótt. Þann 22. ágúst er ekið með rútu að höfninni í Civitavecchia þar sem skemmtiferðaskipið Epic bíður við hafnarbakkann, tilbúið til brottfarar.

Glæsiskipið Norwegian Epic

Norwegian Epic er 155.873 brúttótonn, 329 metrar á lengd og tekur 4.100 farþega. Áhöfnin telur 1.753 manns og ganghraði er 20 hnútar. Epic er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þess. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu. Fjölmargir matsölustaðir tryggja ánægjulega matarupplifun á meðan drykkir eru í boði á einstökum börum eins og Ice Bar, Shaker’s Martini & Champagne Bar og Maltings Beer & Whiskey Bar. Farþegar á öllum aldri geta notið fjölbreyttrar afþreyingar, hvort sem hugurinn stendur til vatnagarðs eða klifurveggs eða rólegri stunda í sundlaugum, heitum pottum eða spa. 

Þann 22. ágúst leggur Epic af stað í 10 nátta siglingu þar sem komið er við á Santorini, Aþenu, Mykonos og Corfu í Grikklandi, Valetta á Möltu, Messina á Sikiley, Napolí og Liveorno á Ítalíu áður en við komum til Civitavecchia, hafnarborgar Rómar. Þar förum við frá borði og beint út á flugvöll og fljúgum heim með Icelandair.

Fararstjóri er Thomas Möller, leiðsögumaður, en hann hefur mikla reynslu sem fararstjóri og utan um haldi um hópa.

Ferðatilhögun

Flogið með Icelandair frá Keflavíkurflugvelli kl. 07:50 og lent á FCO flugvellinum í Róm kl. 14:25 að staðartíma. Tímamismunur er 1 klst. Fararstjóri safnar hópnum saman í rútu sem bíður við flugstöðina og ekur á Hotel Morgana 4* þar sem dvalið verður í eina nótt í miðborginni áður en haldið er af stað í siglinguna.

Farþegar vakna í veðurblíðu og njóta morgunverðar á hótelinu. Kl. 11:30 er ekið með rútu að skipaafgreiðslu Norwegian við höfnina í Civitavecchia. Þegar þangað er komið er gengið að innritunarborðum og farangur tékkaður inn í Epic. Starfsfólk fer með töskur að káetum og gestir ganga um borð í skipið eftir að hafa fengið afhenta lykla. Strax er hægt að njóta veðurs og útsýnis frá þilförum skipsins og búa sig undir skemmtilega ferð. Epic siglir af stað um kl. 17:00 áleiðis til Santorini í Grikklandi. Um kvöldið er snæddur kvöldverður á þeim veitingastöðum sem í boði eru og fararstjóri fer nánar yfir tilhögun ferðar og fleira með farþegum.

Þennan dag siglir skipið án þess að koma til hafnar. Þá er um að gera að njóta þeirrar afþreyingar og þæginda sem í boði er um borð enda nóg að gera við að skoða skipið, liggja í sólbaði  eða bara geta eitthvað annað skemmtilegt.

Komið til hafnar í Santorini í Grikklandi kl. 14.00. Farþegar geta farið í land og skoðað sig um ef þeir vilja eða dvalið um borð í skipinu, allt eftir vilja hvers og eins. Santorini er ein af fallegustu eyjum Grikklands og er fræg fyrir einstakt landslag sitt, hvítkalkaðar byggingar með bláum þökum og töfrandi sólsetur. Tilvalið er að rölta um þröng stræti og njóta útsýnisins yfir Eyjahafið. Skipið leggur úr höfn kl. 22:00 og siglir áleiðis til Aþenu.

Skipið kemur í höfn Pireus, hafnarborg Aþenu, höfuðborgar Grikklands kl. 07.00 að morgni og hafa farþegar allan daginn til að njóta þessarar einstöku borgar. Aþena er vagga vestrænnar siðmenningar og lýðræðis ásamt því að vera heimkynni Akropolis, með Parþenon sem eitt af frægustu fornminjum heims. Aþena er ekki aðeins staður til að skoða söguna heldur líka lifandi borg sem tekur á móti nútíma gestum með opnum örmum. Skipið siglir frá höfn kl. 18:00 með stefnuna á eyjuna Mykonos.

Komið er til hafnar í Mykonos kl. 07:00 og lagt aftur af stað frá bryggju 14:00 áleiðis til Corfu. Mykonos er ein þekktasta og vinsælasta eyjan í Grikklandi. Hún er hluti af Kýkladeyjum og er fræg fyrir fallegar strendur, líflegt næturlíf og falleg þorp með hvítum húsum og bláum hurðum. Mykonos Town (Chora) er aðaltorgið með fallegum götum, litlum verslunum og kaffihúsum. Þú finnur líka frægar vindmyllur, tákn eyjunnar, og svæði eins og Litlu Feneyjar (Little Venice) með húsum sem standa við sjávarbrúnina.

Komið er til hafnar á eyjunni Corfu(Korfú) um hádegisbil ca 12.00. Korfú er grísk eyja í Jónahafinu, staðsett við vesturströnd Grikklands, nálægt Albaníu. Hún er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð, ríkulega sögu og blöndu af grískri, ítalskri og breskri menningu. Eyjan hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna í mörg ár og býður upp á bæði afslöppun og menningarupplifun. Eyjan er græn og gróskumikil með ólífutrjám, furuskógum og fallegum strandlengjum. Í Korfú má finna sterk ítölsk áhrif frá þeim tíma þegar eyjan var undir stjórn Feneyinga. Þetta sést í arkitektúrnum, sérstaklega í Gamla bænum í Korfú (Corfu Town), sem er UNESCO heimsminjaskrá. Brottför frá þessari fallegu eyju eru kl. 19:00 og stefnan tekin til Möltu.

Lagst að bryggju í Valletta á Möltu kl. 13:30 þar sem gestir geta varið öllum deginum en skipið heldur áfram för kl. 22:00 til Messina. Valletta er höfuðborg Möltu og ein af minnstu höfuðborgum Evrópu. Hún er staðsett á suðausturströnd Möltu og er þekkt fyrir ótrúlegan sögulegan og menningarlegan arf, fallegan arkitektúr og einstaka staðsetningu við Miðjarðarhafið. Borgin er á UNESCO heimsminjaskrá og hefur oft verið kölluð „borg byggð af herrum fyrir herrana“ vegna tengsla sinna við Johannesarregluna. Valletta er miðstöð menningar á Möltu með mörgum leikhúsum, galleríum og söfnum. Götur Valletta eru þröngar og hellulagðar með einstökum hellum úr sandsteini. Fallegar svalir eru táknrænar fyrir borgina og skapa litríkt og lifandi yfirbragð. Valletta er lítil og auðveld yfirferðar gangandi með helstu kennileiti innan stuttrar göngufjarlægðar.

Komið er til hafnar í Messina á Sikiley kl. 08:00. Messina sem er þriðja stærsta borgin á Sikiley tekur á móti skemmtiferðaskipa farþegum með fallegri höfn sinni, stórkostlegri byggingarlist (sem að stórum hluta lifði af á undraverðan hátt hræðilegan jarðskjálfta og flóðbylgju árið 1908) og dásamlegum mat. Gaman er að rölta um Piazza Cairoli í Messina, þar sem hægt er að virða fyrir sér stórfenglegra gosbrunna og kíkja á dómkirkju eða sötra Marsala-vín á kaffihúsi. Látið eru úr höfn kl. 18:00 og siglum um Messinasundið áleiðis til Napólí þangað sem komið er í bítið daginn eftir.

Lagst við landfestar í Napólí kl. 06:30. Farþegar ráða því sjálfir hvernig þeir verja deginum í þessari merku borg sem þekkt er fyrir nálægð sína við eldfjallið Vesúvíus. Eldgos í Vesúvíus árið 79 lagði meðal annars borgina Pompei í rúst og er ógleymanlegt skoða minjarnar um þær hamfarir sem fornleifafræðingar hafa grafið upp. Eins er gaman að skjótast til eyjarinnar Capri úti á flóanum og margir fara einnig til bæjarins Sorrento. Leiðin þangað er mjög falleg. Epic leggur úr höfn í Napólí um kl. 16:15. Ferðinni er nú heitið til Florence/Pisa.

Komið til hafnar í Flórens kl. 09:00. Flórens er höfuðborg Toskana og er oft talin vera vagga endurreisnarlistar. Borgin er full af sögu- og menningarlegum perlum og hefur þjónað sem miðstöð fyrir heimsfræga listamenn eins og Leonardo da Vinci, Michelangelo, Botticelli, og Donatello. Písa er best þekkt fyrir Písa-turninn, en borgin hefur einnig ríka sögu og margt annað að bjóða, sérstaklega þegar kemur að miðaldalist og byggingarlist. Flórens og Písa eru aðeins í um einnar klukkustundar aksturs fjarlægðar frá hvor annarri sem gerir auðvelt að skoða báðar á stuttum tíma. Epic leggur úr höfn kl. 20:30 í síðasta legginn til Civitavecchia.

Epic leggst að bryggju í Civitavecchia eldsnemma morguns og stuttu síðar er komið að því að yfirgefa skipið. Farþegar ganga frá töskum sínum kvöldið áður, starfsfólk á skipinu sækir töskurnar og síðan er hægt að nálgast þær á töskubeltum við skipshlið líkt og gerist á flugvöllum. Gengið er frá borði og í gegnum tollskoðun áleiðis að rútu sem bíður hópsins við skipaafgreiðsluna þaðan sem lagt var af stað í upphafi ferðar. Ekið verður á flugvöllinn í Róm þar sem hópurinn innritar sig í flug heim til Íslands með flugi Icelandair FI563 kl. 15:55 með lendingu í Keflavík kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Verð, innifalið og fararstjórn

Verð: 595.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna klefa með svölum og útsýni að hafi.

Ekki ert hægt að bóka einstaklingsklefa í þessari ferð.

Greiða þarf 100.000 kr. staðfestingargjald per farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 120 dögum fyrir brottför.

Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko Travel Group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

Flug Icelandair til Rómar 21. ágúst og til baka 1. september – allir skattar og gjöld.
23 kg innrituð taska er innifalin, ásamt handfarangri.
Gisting í Róm á Hotel Morgana 4* í eina nótt með morgunverði.
Rútuferðir til/frá flugvelli að hóteli og til/frá skipaafgreiðslu í Civitavecchia.
Gisting um borð í Epic í 10 nætur í tveggja manna káetu með svölum og útsýni að hafi.
Fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Íslensk fararstjórn allan tímann.

More At Sea

More at sea er pakki sem fylgir þessari ferð og er viðbót við ofangreinda upptalningu.

Drykkjarpakki: Innifelur mikið úrval af áfengum drykkjum með örfáum undantekningum. Allir gosdrykkir og óáfengir drykkir eru innifaldir nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbucks. ATH: skattur getur lagst á drykki og mat í sumum höfnum og fer sá kostnaður á reikning viðkomandi viðskiptavinar.

Innifelur ekki Mini Bar í klefum, Connoisserur‘s Collection, léttvíns- og vínkynningar eða sértilboð á bjórfötum. Allt vín og kokteilar eru bornir fram í glösum, bjór er borinn fram í glösum eða flöskum.

Matarpakki: 4 sinnum út að borða á sérreknu veitingastöðunum um borð.

WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð.

Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á káetu í hverri höfn til að nota í skoðunarferðir. Safnast ekki upp ef ekki er notað.

Ekki innifalið

Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. VSK á mat og drykk í sumum löndum.

Thomas Möller

Thomas Möller, leiðsögumaður, er fararstjóri í þessari en hann hefur mikla reynslu sem fararstjóri og utan um haldi um hópa.

Glæsiskipið Norwegian Epic

Bóka

Uppselt – Biðlisti!

Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Farþegi 1

Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.
Til að fá þrjú einsmannsherbergi þarf að gera þrjár bókanir með einum farþega.

Farþegi 1

Athugið:
Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 deilir herbergi með með farþega 4.
Til að fá t.d. eitt tveggjamanna herbergi og tvö einsmannsherbergi þarf að gera tvær bókanir aukalega með einum farþega.

Farþegi 3

Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.

Farþegi 3

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.

Farþegi 4

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.
Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.