Ferðaskrifstofa eldri borgara býður býður í þriðja sinn upp á „Heilsuferð til Tékklands“ í fallegu náttúruumhverfi í litlum og fallegum heilsulindarbæ.

Ferðaskrifstofa eldri borgara býður í þriðja sinn upp á Heilsuferð til Tékklands í fallegu náttúruumhverfi í litlum og fallegum heilsulindarbæ. Flogið er til Prag með Icelandair að morgni 31. mars og ekið þaðan til bæjarins Mariánské Lázně í vestur hluta Tékklands. Dvalið verður á Hótel Royal Mariánské sem býður uppá þægindi í gistingu, úrval heilsumeðferða, góðan mat og er auk þess staðsett í mjög fallegu dalverpi með góðu útsýni í allar áttir.

Markmiðið er að njóta slökunar, fara í göngur í fallegu umhverfi og taka þátt í meðferðum sem bæta bæði líkama og sál.

Fararstjóri ferðarinnar er Ingibjörg Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur, sem hefur áður heimsótt staðinn og kynnt sér aðstæður fyrir dvalargesti. Fullt fæði er innifalið í ferðapakkanum og stutt ganga er í verslanir og veitingastaði í þessum fallega bæ. 

Takmarkaður fjöldi sæta er í boði fyrir þessa ferð, og gildir reglan fyrstur pantar, fyrstur fær.

Nánar um Mariánské Lázně

Heilsulindarbærinn Mariánské Lázně í vestanverðu Tékklandi er falin perla sem vert er heimsækja. Hér búa 14.000 manns í einstaklega fallegu og friðsælu umhverfi í jaðri Slavkovskógarins. Bærinn býður ekki aðeins upp á náttúrulegar uppsprettur og jarðefnalindir, heldur líka stórkostlega almenningsgarða og fallega byggingarlist, fjölbreytta menningu og afþreyingu af ýmsu tagi fyrir útivist, ekki síst hinn konunglega golfvöll sem Edward VII englandskóngur vígði árið 1904.

Flestar byggingar bæjarins eru frá gullöldinni á seinni hluta 19. aldar, þegar margir frægir einstaklingar og æðstu ráðamenn í Evrópu komu til að njóta læknismáttar  heilsulindanna. Má þar nefnda t.d. Sigmund Freud, Richard Wagner, Friedrich Nietzsche, Franz Kafka, Mark Twain, Thomas Alva Edison, Gustav Mahler, Pierre de Coubertin, Edward VII. Englandskonung, Nicholas II. Rússakeisara og Franz Joseph I. Austurríkiskeisara. Er því ekki að undra að árið 2021 komst bærinn á heimsminjaskrá UNESCO í flokki „Great Spa Towns of Europe“ vegna heilsubætandi uppsprettanna og einstakrar byggingalistar sem var einkennandi fyrir Evrópu á 19. til 20. öld.

31. mars: Flogið verður í beinu morgunflugi með Icelandair kl. 07.20 til Prag og lent þar kl. 13:05 að staðartíma. Kl. 14:00 er ekið af stað með rútu til áfangastaðarins í Lázné og komið þangað um 2 klst. síðar. Innritun á hótelið og kvöldverður á boðstólum frá kl. 18:00. Tímamismunur er 2 klst. á þessum tíma.

1.–6. apríl: Daglegar meðferðir eru í boði 5 daga af 7 (frí á sunnudegi). Starfsfólk heilsuhótelsins sér um að bóka og veita farþegum ráðleggingar um meðferðirnar í samstarfi við fararstjóra.

Að öðru leyti hefst dagurinn með morgunverði, síðan er hádegisverður og kvöldverður á tilteknum tímum alla daga. Þess á milli er frjáls dagskrá þar sem tilvalið er að fá sér göngutúra í gegnum merktar gönguleiðir sem umlykja bæinn. Einnig er hægt að ganga í nokkrar mínútur að miðbæjarkjarna bæjarns og skoða mannlíf, kaupa sér veitingar og njóta fallegrar náttúru.

7. apríl:  Morgunverður og útritun af hóteli kl. 07:00 Kl. 07:45 er ekið af stað til Prag og komið á flugvöllinn um kl. 11:00. Innritun fer fram í flug Icelandair með brottför kl. 14:05 og lent í Keflavík kl. 16.00 að íslenskum tíma.

Verð 249.000 kr. á mann m.v. gistingu í tveggja manna herbergi. 
Aukagjald fyrir eins manns herbergi: 29.000 kr.

Greiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald innan 3ja daga frá skráningu. Innheimta berst í heimabanka frá Niko ehf.

Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 70 dögum fyrir brottför.

Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko travel group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

Flug með Icelandair til og frá Prag ásamt 23 kg. innritaðri tösku, auk allra skatta og gjalda
Gisting á Hótel Royal Mariánské í 7 nætur
Allt að 14 meðferðir á 5 dögum eftir hentugleika og áhuga þátttakenda
Fullt fæði – morgunverður, hádegisverður og kvöldverður alla daga
Rútuakstur til og frá Prag-flugvelli
Íslensk fararstjórn og daglegir fundir með fararstjóra

Bóka

2 sæti laus!

Eingöngu er hægt að bóka tveggja manna herbergi þar sem einstaklingsherbergi eru uppseld. Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir einstaklingsherbergi með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Farþegi 1

Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.
Til að fá þrjú einsmannsherbergi þarf að gera þrjár bókanir með einum farþega.

Farþegi 1

Athugið:
Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 deilir herbergi með með farþega 4.
Til að fá t.d. eitt tveggjamanna herbergi og tvö einsmannsherbergi þarf að gera tvær bókanir aukalega með einum farþega.

Farþegi 3

Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.

Farþegi 3

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.

Farþegi 4

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.
Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka
fyrir staðfestingargreiðslu.

Uppselt – Biðlisti!
Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Vídeó frá Spa Hótel Royal Mariánské: