Stokkhólmur er stærst borga á Norðurlöndum og höfuðborg Svíþjóðar.
Borgin er byggð á nokkrum hólmum eða eyjum innan um vötn sem tengjast skerjagarðinum við Eystrasalt.

Stokkhólmur býður upp á stórbrotna byggingarlist og fallega náttúru á margan hátt, fjölda verslana og veitingastaða og iðandi mannlíf.

Ferðskrifstofa eldri borgara býður á ný hópferð eldri borgara til þessarar glæsilegu borgar og gist verður í 4 nætur á hinu gamalgróna Sheraton Stockholm Hotel 4* sem staðsett er í miðborginni við höfnina, andspænis sænsku konungshöllinni og Riksdagen – sænska þinghúsinu. Hótelið stendur m.a. við Vasagatan sem er ein aðal verslunargata borgarinnar og frá hótelinu er stutt í verslanir og veitingahús. Farið verður í siglingu út í skerjagarðinn, heimsókn í ABBA safnið og einnig VASA safnið auk skoðunarferðar um borgina. Þá verður sameiginlegur kvöldverður öll kvöldin á hótelinu þaðan sem gott útsýni er að höfninni. 

8. september: Flogið frá Keflavík kl. 07:35 og lent á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi kl. 12:45 að staðartíma. Tímamismunur er 2 klst. Rúta bíður hópsins þar sem Sr. Þóhallur Heimisson fararstjóri tekur á móti hópnum og ekur með í rútu á Sheraton hótelið þar sem dvalið verður í 4 nætur. Komið á hótelið um miðjan dag þar sem innritun fer fram. Frjáls dagskrá fram að kvöldmat sem hefst kl. 19:00 á hótelinu.

9. september: Lagt af stað kl. 10:00 í 3ja klst. skoðunarferð um borgina með rútu þar sem fararstjóri mun fræða farþega um það sem fyrir augum ber. Komið aftur á Sheraton um kl. 13:00 og frjáls dagskrá fram eftir degi. Sameiginlegur kvöldverður er á hótelinu kl. 19.00

10. september: Farið í 2ja klst. siglingu kl. 11.00 með bát sem leggur frá höfn skammt frá hótelinu þar sem fararstjóri mun segja frá staðarháttum og öðrum áhugaverðum stöðum og byggingum sem prýða borgina. Eftir siglinguna mun fararstjóri ganga með hópinn frá bryggju yfir í Gamla Stan (Old Town) þar sem Konungshöllin er staðsett en í þessum gamla hluta borggarinnar er stórkostlegt að upplifa mannlíf, menningu og ýmislegt annað sem gleður augu og eyru, þ.m.t. stóra torgiđ viđ Nóbelshöllina þar sem jólamarkađur er haldinn ár hvert. Einnig er fjöldi góðra veitinga- og kaffihúsa sem gaman er að heimsækja. Frjáls dagskrá frameftir degi en frá Gamla Stan er stutt að ganga yfir brúna að Sheraton hótelinu. Kvöldverður þar kl. 19:00.

11. september: Lagt af stað með rútu kl. 10.00 áleiðis í ABBA safnið við Djurgården en safnið opnaði árið 2013 og er algerlega ómissandi að heimsækja. Þar upplifa ferðalangar alvöru ABBA-stemningu og geta rifjað upp sögu þessarar stórbrotnu hljómsveitar. Hægt verður að kaupa sér hádegisverð á veitingastað við hlið safnsins (ekki innifalið í verði ferðarinnar) en laust eftir hádegi gengur fararstjóri með hópinn nokkur hundruð metra að Vasa safninu þar sem er ađ finna Vasa skipiđ sem sökk við Stockhólm í jómfruárferð sinni árið 1628. Rúta sækir mannskapinn um miðjan dag og ekur að hóteli. Kvöldverður þar kl. 19:00.

12. september: Lagt af stað frá Sheraton með rútu kl. 10.30 og ekið áleiðis að Arlanda flugvelli þar sem innirtun fer fram í flug Icelandair með brottför kl. 13:50. Lent er í Keflavík kl. 15:10 að staðartíma.

Verð: kr. 229.000 á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi  er kr. 69.000.

Geiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 60 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja á milli greiðslu með peningum eða kreditkorti. 

Flug Icelandair til Stokkhólms 8. september og til baka 12. september – allir skattar og gjöld.
Gisting í 4 nætur á Sheraton Stockholm 4* með morgunverði.
2ja rétta kvöldverður á Sheraton öll kvöld (drykkir ekki innifaldir).
Skoðunarferð með rútu um borgina ásamt leiðsögumanni.
Sigling um skerjagarðinn og gönguferð að Gamla Stan ásamt fararstjóra.
Aðgangseyrir að ABBA safni og Vasa safni.
Allur rútuakstur frá flugvelli að hóteli og til baka og í allar skoðunarferðir skv. lýsingu.
Íslensk fararstjórn og leiðsögn sr. Þórhallar Heimissonar.

Bóka

Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun mun starfsmaður okkar hafa samband við þig til þess að ganga frá staðfestingargreiðslu. 

Örfá sæti laus

Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.