Ferðaskrifstofa eldri borgara býður viðskiptavinum sínum upp á glæsilega skemmtisiglingu um Miðjarðarhafið dagana 24. maí til 5. júní

Flogið er með Play til Barcelona síðdegis þann 24. maí og gist eina nótt á hóteli nálægt flugvellinum. Daginn eftir er farþegum ekið í rútu að höfninni í Barcelona þar sem skemmtiferðaskipið EPIC sem er í eigu Norwegian Cruise Line (NCL) býður við höfn, tilbúið til brottfarar.
Nánar um EPIC. Þetta er eina skipið í 19 skipa flota NCL sem smíðað er í Frakklandi. Því var hleypt af stokkunum árið 2010 og allt tekið í gegn árið 2020. Skipið er 19 hæða, tæplega 156.000 tonn, 329 m langt og 41 m að breidd. Það rúmar 4.100 farþega auk 1.724 manna áhafnar. Um borð eru 11 veitingastaðir, þar af 5 sem eru innifaldir í verðinu. Eins og í öðrum skipum NCL er Starbuck kaffihús um borð og einnig má nefna að þar eru 12 barir og er lifandi tónlist á mörgum þeirra hvert kvöld. Einn þessara staða er The Cavern Club þar sem EPIC bítlarnir skemmta fólki flest kvöld. Ísklefi er á skipinu þar sem fólk klæðist ísbjarnarfeldum til að fara þar inn og finna aðeins fyrir frostinu. Einnig er hægt að fara í keilu. Líkamsræktarsalur er á skipinu sem og glæsileg heilsulind þar sem hægt er að láta stjana við sig.

Þann 25. maí leggur EPIC af stað síðdegis frá Barcelona í 10 nátta ferð með viðkomu í 8 borgum við vestur Miðjarðarhafið auk Barcelona.  Meðan á siglingunni stendur er allt innifalið auk gistingar, þ.e. morgunverður, hádegisverður, kvöldverður og drykkir (áfengir og óáfengir) sem þó takmarkast við 5 veitingastaði af þeim 11 sem eru á þessu glæsilega risaskipi. Viðkomustaðir auk Barcelona eru; Marseille, Cannes, Livorno/Flórens, Civitavecchia/Róm, Napoli, Mallorca og Ibiza – sjá nánar undir ferðatilhögun.  Fararstjóri verður Einar Bollason sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnur en hann og eiginkona hans, Sigrún Ingólfsdóttir verða farþegum innan handar og halda daglega fundi á umsömdum tímum.  Meðan á ferðalaginu stendur er hægt að fara í land í þeim borgum sem skipið siglir til, ýmist á eigin vegum eða með því að panta sér sérstakar skoðunarferðir undir leiðsögn erlendra leiðsögumanna (ekki innifalið í verði).  Vanalega er hægt að fara frá borði um kl. 9 og mæta þarf oftast í síðasta lagi klukkustund áður en skipið leggur úr höfn nema í þeim borgum þar sem gist er yfir nóttina.  Þetta er eins konar ævintýraferð sem vert er að kynna sér nánar.

ATH: Takmarkaður sætafjöldi.  Aðeins er boðið upp á tveggja manna svalaklefa með útsýni að haf

Þann 24. maí er brottför flugs Play kl. 15.00 frá Keflavík sem lendir í Barcelona kl. 21.20 að staðartíma. Fararstjóri safnar hópnum saman í rútu sem bíður við flugstöðina og ekur að Hotel Alexander FrontAir Congress 4* sem er skammt frá flugvellinum þar sem gist verður yfir þessa fyrstu nótt í ferðinni.

25. maí: Farþegar vakna í verðublíðu og njóta morgunverðar á hótelinu. Um kl. 12.00 er ekið með rútu að skipaafgreiðslu Norwegian við höfnina í Barcelona og tekur aksturinn 20-30 mín. Þegar þangað er komið er gengið að innritunarborðum og farangur tékkaður inn í EPIC. Starfsfólk mun flytja töskur að káetum og gestir ganga um borð í skipið eftir að hafa fengið afhenda lykla. Strax er hægt að njóta veðurs og útsýnis frá þilförum skipsins og undirbúa sig undir skemmtilega ferð. EPIC siglir af stð um kl. 17.00 áleiðis til Provance (Marseille) í Frakklandi þar sem komið verður að landi um kl. 08.30 daginn eftir. Um kvöldið er snæddur kvöldverður á þeim veitingastöðum sem í boði eru og fararstjóri fer nánar yfir með farþegum.

26. maí: Komið til Marseille um kl. 08.30. Morgunverðarhlaðborð er á boðstólum á viðkomandi veitingastöðum frá kl. 7-10 auk líkamsræktarstöðva og ýmissrar annarrar þjónustu sem opnar á mismuandi tímum þ.m.t. verslanir, sundlaugar, barir, spilavíti og fleira. Hægt er að sóla sig á þilförum og njóta hlýrra vinda Miðjarðarhafsins. Fararstjóri heldur í land á stað í miðborginni nálægt höfninni og hægt er að fá að vera í samfloti með honum ellegar kaupa sér skipulagða skoðunarferð á ferðaskrifstofu Norwegian um borð í EPIC. Lagt er úr höfn um kl. 18.30 áleiðis til næstu borgar sem er Cannes við frönsku Riveriuna þangað sem komið er að morgni næsta dags. Kvöldverður á skipinu um kvöldið líkt og önnur kvöld.

27. maí er komið til Cannes í Frakklandi um kl. 07.00. Borgin aðeins í um 30 km. frá Nice sem er austar á Riveríunni. Cannes er þekkt fyrir hina árlegu kvikmyndahátið sem þar fer fram árlega þar sem Gullpálminn er afhentur og þar er einnig Palais de Festival – sem er þekkt sýningarhöll þar sem mikill fjöldi viðskiptafólks sækir vörusýningar af ýmsu tagi á hverju ári. Gaman er að ganga um strandgötuna í Cannes og virða fyrir sér fallegar byggingar, hótel auk hins mikla mannlífs og því tilvalið að skreppa í land þennna dag. Einnig er áhugavert að ganga um göngugötuna, sem er rétt ofan við strandgötuna, og fara upp á hæðina þar sem kirkjan er og horfa yfir svæðið. Farið um borð síðdegis skv. nánari áætlun og EPIC leggur af stað um kl. 19.00 áleiðis til Livorno sem er hafnarborg Florence og Písa á Ítalíu þangað sem komið verður snemma morguns daginn eftir.

28. maí er komið að landi við Livorno um kl. 08.00. Livorno er í rúmlega 1 klst. akstursfjarlægð frá Florence og Písa og þar sem stoppað verður í hálfan annan sólarhring gefst góður tími til að ferðast til þessara borga, sem og Cinque Terra, þorpanna fimm sem standa í fjallshlíð við jafn margar víkur. Fararstjóri mun ráðleggja farþegum nánar hver besti ferðamátinn er. Fáar borgir eiga sér merkari listasögu en Florence og því upplægt og kærkomið að ferðast þangað hluta úr degi. EPIC verður við landfestar í Livorno til 29. maí og leggur af stað kl. 19.00 áleiðis til Civitavecchia sem er hafnarborg Rómar.

30. maí er komið að höfn í Civitavecchia kl. 06.30 og dvalið þar fram á kvöld. Hægt er að kaupa sér skipulagða skoðunarferð til Rómar með rútu og leiðsögumanni og tekur aksturinn þangað rúma klukkustund. Þó svo að merkilegt sé að koma til Rómar verður ekki mikið gert á einum degi annað en að upplifa tiltekna skoðunarferð sem boðið verður uppá og síðan er ekið til baka að skipshlið. Þeir sem kjósa að halda kyrru fyrir um borð njóta veðurblíðu frá þilfari eða með öðrum hætti. Siglt er frá Civitavecchia kl. 18.00 áleiðis til borgarinnar Napóli í suður hluta Ítalíu þangað sem komið verður að morgni næsta dags. Kvöldverður skv. venju á skipinu þegar farþegum hentar.

31. maí er lagt við landfestar kl. 07.00 í Napolí og farþegar hafa sitt frjálsa val að heimsækja þessa merku borg sem þekkt er fyrir fræg eldgos úr eldfjallinu Vesuvius sem lagði meðal annars borgina Pompeii í rúst. Gríðarlega gaman er að fara og skoða þá borg. Stórkostleg borg að heimsækja og skoða sig um í og eins er gaman að skjótast til eyjarinnar Capri úti á flóanum og margir fara einnig til bæjarins Sorento hinum megin við Amafi störndina. Leiðin þangað er mjög falleg. Brottför EPIC er um kl. 18.00 og næst er ferðinni heitið til Mallorca en siglingin þangað tekur rúman einn og hálfan sólarhing.

2. júní er komið að höfninni í Palma de Mallorca kl. 9 að morgni en þangað hafa margir ferðast í gegnum tíðina. Dvalið verður fram á kvöld og því kærkomið að fara í land, rifja upp gamlar minningar og heimsækja verslanir og veitingastaði ellegar kaupa sér sæti í skoðunarferð um eyjuna. Brottför frá Mallorca er kl. 22.00 og næst haldið til Ibiza.

3. júní er komið að höfninni á eyjunni Ibiza kl. 7 að morgni en Ibiza sem er hluti af Balearic eyjaklasanaum sem telur auk þess eyjurnar Mallorca og Menorca. Fjölmargir hafa heimsótt Ibiza og vilja eflaust rifja upp gamlar minningar um veru sína þar og því tilvalið að skreppa í land þann daginn. Siglt er af stað kl. 18.00 og nú er stefnan tekin aftur til Barcelona.

4. júní leggst EPIC aftur að bryggju í Barcelona eldsnemma morguns og stuttu síðar er komið að því að yfirgefa skipið. Farþegar ganga frá töskum sínum en kvöldið áður og eru þær sóttar af starfsfólki og síðan er hægt að nálgast þær á töskubeltum við skipshlið likt og gerist á flugvöllum. Gengið er frá borði og í gegnum tollskoðun áleiðis að rútu sem bíður hópsins við skipaafgreiðsluna þaðan sem lagt var af stað í upphafi ferðarinnar. Ekið verður að Hotel Zenit Barcelona 4* þar sem innritun fer fram við fyrsta tækifæri. Herbergi eru almennt ekki laus fyrr en um/eftir hádegi en hægt verður að koma töskum fyrir í geymslu og Drífa sig út í mannlífið í Barcelona. Gestir sjá um sig sjálfir að kvöldi þessa dags, ýmist á veitingastöðum í borginni eða hótelinu. Fararstjóri verður farþegum innan handar og aðstoðar þá sem þess óska. Brottför frá skipi er kl 09:00.

5. júní er tékkað út af hóteli um hádegisbil og fararngri komið fyirr í töskugeymslu á hótelinu. Dagurinn er frjáls fram að kvöldmat. Rúta ekur hópnum á flugvöllinn í Barcelona kl. 19.20 þar sem innritun fer fram í flug Play sem áætlar brottför þaðan kl. 22:20. Lent er í Keflavík kl. 00.15 eftir miðnætti.

Verð: kr. 549.000 á mann miðað við gistingu í tveggja manna klefa með svölum og útsýni að hafi.
EKKI ert hægt að bóka einstaklingsklefa í þessari ferð. 

Geiða þarf 100.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 60 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja á milli greiðslu með peningum eða kreditkorti. 

Flug Play til Barcelona 24. maí og til baka 5. júní – allir skattar og gjöld

Gisting á Hotel Alexander FrontAir Congress þ. 24. maí og  Hotel Zenit Barcelona þ. 4. júní, með morgunverði

Rútferðir til/frá flugvelli að hótelum og til/frá skipaafgreiðslu í Barcelona

Gisting í 10 nætur í tveggja manna klefa með svölum og útsýni að hafi

Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður ásamt drykkjum á völdum veitingastöðum um borð í EPIC

Íslensk fararstjórn allan tímann

Bóka

Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Þegar þú hefur staðfest bókun mun starfsmaður okkar hafa samband við þig til þess að ganga frá staðfestingargreiðslu.