Færeyjar heilla alltaf

Færeyingar eru einstaklega gestrisið og kurteist fólk sem tekur vel á móti Íslendingum með sínu fágaða viðmóti. Ferðalag um Færeyjar er mikil skemmtun og í ferðum okkar ríkir mikil stemning enda er allt vel skipulagt.

Ferðir til Færeyja hafa verið vinsælustu hópferðirnar á okkar vegum en þangað hefur Ferðaskrifstofa eldri borgara boðið fjórar ferðir á ári að undanförnu. Færeyingar eru einstaklega gestrisið og kurteist fólk sem tekur vel á móti Íslendingum með sínu fágaða viðmóti. Vegna fámennis á eyjunum (54.000 manns) gengur umferðin vel og nú búa Færeyingar við frábært vegakerfi þar sem jarðgöng eru nær helmingi fleiri en á Íslandi. Auðvelt er að ferðast milli eyjanna á mun skemmri tíma en áður og fleiri jarðgöng verða opnuð á næstu árum. Maturinn er einstaklega góður og Hótel Brandan, sem við eigum samstarf við, var opnað árið 2020 og er bæði vel staðsett og stendur fullkomlega undir þeim fórum stjörnum sem það ber. Ferðalag um Færeyjar er mikil skemmtun og í ferðum okkar ríkir mikil stemning enda er allt vel skipulagt.

Fararstjóri: Gísli Jafetsson

13. maí: Flogið með Atlantic Airways frá Keflavík kl. 11:45 og lent á flugvellinum í Vogey í Færeyjum kl. 14:10 að staðartíma. Flogið er með nýlegum og þægilegum þotum af gerðinni Airbus A320 sem skila farþegum upp að nýlegri og gæsilegri flugstöð í Vaagar. Um kl. 14:45 er lagt af stað í stutta skoðunarferð til Gásadals þar sem er fámennasta byggðin í Færeyjum með aðeins 15 íbúa. Á leiðinni til baka er ekið í gegnum Sørvág og Sandvág og áætluð koma til Þórshafnar er um kl. 17:30. Innritun á Hotel Brandan skömmu síðar þar sem gist verður í 4 nætur. Hótelið er glænýtt 4* hótel í Þórshöfn. Kvöldverður á hótelinu kl. 20:00 en tímamismunur á Íslandi og Færeyjum er +1 klst.

14. maí: Kl. 10:00 er lagt af stað frá hóteli og ekið áleiðis til Klakksvíkur sem er næst fjölmennasti bær í Færeyjum. Hádegissnarl á eigin vegum eftir heimsókn í Christians kirkjuna í Klaksvík. Eftir það er ekið til baka um Austurey og á leiðinni er komið við í Fuglafirði. Á leið til Klakksvíkur verður ekið í gegnum nýju göngin til Rúnavíkur sem voru opnuð á síðasta ári en í bakaleiðinni verður ekið gömlu leiðina og þannig einskonar hringferð um þessar fallegu eyjar. Áætluð koma til baka á hótel kl 16:00. Kvöldverður á hótelinu kl. 19:00.

15. maí: Frjáls dagur til að skoða sig um í Þórshöfn, ganga um miðbæinn, líta inn í verslunarmiðstöðina SMS og niður á höfn þar sem er jafnan mikið líf. Kl. 15:00 safnast hópurinn saman við höfnina og fer ásamt fararstjóra í gönguferð um Tinganes, helsta sögustað Þórshafnar þar sem landstjórn Færeyja hefur aðsetur m.a. Eftir göngutúrinn er hægt að fá sér kaffi á kaffihúsi eða á einhverjum af þeim fjölmörgu veitingastöðum sem eru í Þórshöfn. Kvöldverður á hótelinu kl. 19:00.

16. maí: Lagt af stað frá hóteli kl. 11:00 og ekið til Kirkjubæjar sem er sögustaður Færeyinga líkt og Þingvellir okkar Íslendinga. Þar skoðum við rústir kirkjunnar, sem er frá miðöldum, og önnur hús á staðnum. Einnig verður boðið upp á hádegisverð í Kirkjubæ hjá þeim Jóannesi Paturssyni og Guðríði konu hans. Hús þeirra er elsta timburhús í Evrópu, sem enn er búið í, og á sér sögu frá 18. öld. Á leiðinni að Kirkjubæ verður staldrað í stutta stund við Norðurlandahúsið og einnig ekið um Þórshöfn og höfð viðdvölá stöðum þar sem er gott útsýni yfir bæinn. Á bakaleiðinni frá Kirkjubæ er aftur höfð viðkoma í Norðurlandahúsinu þar sem hægt verður að kynna sér starfsemi hússins og skoða sig um í stutta stund. Eftir það verður ekið um Þórshöfn og stoppað á útsýnis-stöðum en ferðinni lýkur við hótelið um kl. 15:30. Kvöldverður kl. 19:00 á hótelinu.

17. maí: Lagt er af stað frá hóteli á flugvöllinn kl. 05:45. Innritun í flug Atlantic Airways með brottför kl. 07:45 og lent í Keflavík kl. 08:15 að íslenskum tíma.

Verð: 229.900 kr. á mann. Aukagjald fyrir eins manns herbergi 42.000 kr.

Við skráningu þarf að greiða 50.000 kr. staðfestingargjald sem innheimt er í heimabanka af Niko ehf. innan 3ja daga. Lokagreiðsla er innheimt 7 vikum fyrir brottför og þá er hægt að velja um greiðslu í heimabanka eða með kreditkorti.

Flug og flugvallarskattar.
Gisting á Hotel Brandan 4* í 4 nætur m/morgunverði og 2ja rétta kvöldverði öll kvöld.
Allur rútuakstur í skoðunarferðir og akstur til og frá flugvelli við Vaagar.
Hádegisverður í Kirkjubæ og aðgangur að Christianskirkjunni í Klakksvík. 
Íslensk fararstjórn og leiðsögn.

Bóka

Færeyjar 13. – 17. maí 2024
2 sæti laus

Færeyjar 13. – 17. maí 2024
UPPSELT – BIÐLISTI

Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun mun starfsmaður okkar hafa samband við þig til þess að ganga frá staðfestingargreiðslu. 

Vídeó frá Hótel Brandan