Fréttir og greinar

París
Um leið og þú stígur fæti í París ertu orðinn hluti af borginni. Það upplifði ég í fyrsta sinn þegar ég kom þangað 22 ára gamall. Ég var þá á ferð um Evrópu í bílaleigubíl ásamt vinum mínum. Bílinn höfðum við tekið að leigu í Lúxemborg eins og margir gerðu á þessum árum. Þaðan blússuðum við til Parísar. Við komum í borgina seint um kvöld, skildum bílinn eftir í bílageymslu fyrir utan miðborgina og brunuðum með neðanjarðarlestinni inn að Ile de la Cite, eyjunni í miðri Signu, sem hefur verið hjarta Parísar frá upphafi.

Stokkhólmur – Feneyjar norðursins
Það er ekki undarlegt að Stokkhólmur, höfuðborg Svíþjóðar, hafi um aldaldaraðir gengið undir nafninu „Feneyjar norðursins“. Borgin Feneyjar á Ítalíu er eins og allir vita umlukin hafinu, eiginlega byggð úti á hafi á tréstaurum og þar er helsta samgönguleiðin síki í stað gatna og gondólar koma í stað bíla. Það sama einkennir Stokkhólm að mörgu leiti.
Sérsniðnar ferðir fyrir eldri borgara
Höfum það gaman
– ferðumst saman
Ferðaskrifstofa eldri borgara er í eigu Niko ehf. sem er handhafi ferðaskrifstofuleyfis frá Ferðamálastofu. Það er okkar fremsta markmið að bjóða áhugaverðar ferðir með skemmtilegri afþreyingu, spennandi áfangastöðum og þægindum sem henta eldri borgurum.
Við tökum sérstakt tillit til þarfa eldri borgara og reynum að koma til móts við óskir þessa hóps á sem flestum sviðum. Einnig viljum við fá góðar ábendingar frá sem flestum. Hægt er að senda okkur tölvupóst á netfangið niko@niko.is eða hringja til okkar í síma 499-2960. Við svörum öllum fyrirspurnum samdægurs, alla virka daga.
Skelltu þér með okkur í ævintýri! Hvort sem það er í borg, sveit eða sól. Hér fyrir neðan má sjá úrval væntanlegra ferða sem eru sérhannaðar fyrir þarfir eldri borgara.
