
París er höfuðborg Frakklands og þekkt fyrir rómantíska töfra og tímalausa fegurð. Borgin er draumastaður ferðamanna, ekki aðeins tákn fyrir franskan lífsstíl heldur einnig fyrir heimsmenningu. Ferðaskrifstofa eldri borgara býður nú í fyrsta skipti upp á einstaka ferð með sr. Þórhalli Heimissyni þar sem farþegum gefst kostur á að heimsækja marga af þekktustu stöðum borgarinnar. Má þar nefna hið heimsfræga Louvre safn sem geymir fjölbreytta list og Eiffelturninn með sinni einstöku lögun. Sigling eftir ánni Signu er óviðjafnanleg þar sem hægt er njóta útsýnisins á iðandi mannlífið við Signubakka. Þá má ekki gleyma stórbrotinni matarmenningu Parísar, allt frá litlum bakaríum til Michelin-stjörnu veitingahúsa.
Gist er á M Social Paris hotel 4* í 9. hverfi miðborgar Parísar. Hótelið er afar glæsilegt „boutique“ hótel með rúmgóðum veitingasal, fallegri gestamóttöku, setustofu og bar þar sem gestum gefst kostur á að koma saman og spjalla. Í nágrenni hótelsins má finna fjölbreytta afþreyingu, verslanir, veitingastaði ásamt iðandi mannlífi. Veðrið í lok mars er yfirleitt milt þar sem vorið er að taka völdin svo það er um að gera að láta sér líða vel og njóta dvalarinnar.
Sr. Þórhallur Heimisson verður fararstjóri og leiðsögumaður.
Ferðatilhögun
Flogið með beinu flugi Icelandair FI-542 kl. 07:30 og lent á CDG flugvellinum í París um kl. 12:00. Tímamismunur er +1 klst en breytist í 2 klst. á brottfarardegi vegna sumartíma sem gengur þá í garð. Rúta bíður hópsins þar sem sr. Þórhallur ásamt erlendum aðstoðarmanni taka á móti hópnum og ekið er á M Social Paris hotel 4* þar sem dvalið er í 5 nætur. Innritun fer fram við komuna á hótelið. Sameiginlegur 2ja rétta kvöldverður á hóteli.
Farið í 3ja tíma skoðunarferð með rútu um borgina. Eftir morgunverð er lagt af stað frá hóteli kl. 9:00 og komið til baka um kl. 12:00. Síðdegis gefst frjáls tími til að skoða sig um. Sameiginlegur 2ja rétta kvöldverður á hóteli.
Eftir morgunverð er lagt af stað frá hóteli með rútu kl. 9:00. Sigling um ána Signu í 1 klst. og síðan farið í 2ja tíma skoðunarferð í Eiffel turninn. Komið til baka á hótel um kl. 13:00. Síðdegis er frjáls tími. Sameiginlegur 2ja rétta kvöldverður á hóteli.
Eftir morgunverð er lagt af stað frá hóteli kl. 9:00 og ekið að Louvre safninu þar sem farið er um safnið undir leiðsögn Þórhallar og enskumælandi fararstjóra. Komið til baka að hóteli um kl. 13.00. Síðdegis er frjáls tími en kl. 19:00 er ekið með rútu frá hótelinu að veitingastað í Latínuhverfinu þar sem snæddur er 3ja rétta kvöldverður, drykkir eru innifaldir. Komið til baka á hótelið um kl. 23:00.
Engin skipulögð dagskrá og því tilvalið að nota daginn til að skoða sig um í borginni, heimsækja verslanir og veitingastaði. Kvöldið er frjálst.
Verð, innifalið og fararstjórn
Verð: 349.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi er 109.000 kr.
Geiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.
Greiða þarf eftirstöðvar eigi síðar en 70 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja á milli greiðslu með bankagreiðslu eða kreditkorti.
Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko travel group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.
• Flug Icelandair til Parísar 26. mars og til baka 31. mars – allir skattar og gjöld
• Gisting í 5 nætur á M Social Paris hotel 4* með morgunverði
• 2ja rétta kvöldverður á M Social Paris 3 kvöld skv. ferðalýsingu, drykkir ekki innifaldir
• 3ja rétta kvöldverður 29. mars í Latínuhverfinu, drykkir innifaldir
• Skoðunarferð um borgina ásamt leiðsögumanni
• Sigling á Signu, skoðunarferð í Eiffel turninn og heimsókn í Louvre safnið ásamt aðgangseyri í þær ferðir
• Heyrnartól í skoðunarferðum
• Allur rútuakstur frá flugvelli að hóteli og til baka ásamt akstri skv. lýsingu
• Íslensk fararstjórn og leiðsögn sr. Þórhalls Heimissonar
Sr. Þórhallur Heimisson verður fararstjóri og leiðsögumaður okkar. Hann er öllum hnútum kunnugur og hefur starfað sem fararstjóri og leiðsögumaður allt frá árinu 2005 og farið með hópa íslendinga víða.
M Social Paris hotel 4*
Bóka
Uppselt – Biðlisti
Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.
2 sæti laus!
Við eigum eingöngu eftir tveggja manna herbergi. Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir einstaklingsherbergi með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.
Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.
