Madeira – heillandi eyja í Atlantshafi

Madeira, eða „eyja blómanna“ eins og aðdáendur kalla hana, er eyja, sem tilheyrir Portúgal, paradís með heittempruðu loftslagi undan ströndum Marokkó.

Madeira státar af gnægð blóma, gróskumiklum gróðri, fjölbreyttu landslagi, frábærum gönguleiðum, dýrindis mat og góðu loftslagi allt árið um kring þar sem er milt eða jafnvel hlýtt yfir vetrarmánuðina.

Madeira er nýr áfangastaður Ferðaskrifstofu eldri borgara. Flogið er í beinu flugi með Play í dagflugi kl. 9:00 frá Keflavík og lent laust eftir hádegi. Gist er á hinu glæsilega fjögurra stjörnu hóteli Hotel Pestana Promenade Ocean Resort í 14 nætur. Hálft fæði er innifalið í verði ferðarinnar, þ.e. morgunverður og kvöldverður. Boðið verður upp á skoðunarferðir um eyjuna sem farþegar geta skráð sig til þátttöku í á staðnum.

Madeira er eyja í Atlantshafi undan ströndum Marokkós, nokkurn spöl í norður af Kanaríeyjum, og tilheyrir Portúgal. Madeira er þekkt fyrir fallega náttúru með fjalllendi, grænum skógum, blómstrandi görðum og útsýni yfir Atlantshaf. Eyjan er einnig þekkt fyrir mikla vínframleiðslu og þá sérstaklega Madeiravín sem er vinsælt að drekka sem fordrykk eða með eftirrétti.

Madeira er vinsæll ferðamannastaður þar sem veðurfarið er milt allt árið um kring og bjóðast möguleikar á fjölbreyttum útivistar- og slökunarferðum. Hægt er að stunda golf, vatnasport og siglingar sem eru vinsælir tómstunda- og afþreyingarkostir fyrir gesti sem heimsækja eyjuna.

Hótel Pestana Promenade Ocean Resort

Hótelið okkar er ákaflega glæsilegt 4* hótel á mjög góðum stað við aðal-strandgöngugötuna í  Funchal, höfuðstað eyjarinnar. Á hótelinu eru inni- og útisundlaug, heitir pottar, heilsulind (SPA) og líkamsræktarsalur.

Herbergin eru innréttuð með harðviðargólfum og björt og mjög rúmgóð. Öll herbergin eru með svölum og útsýni að Atlantshafi, loftkælingu og baðherbergi með vönduðum hreinlætisvörum. Hinn rómaði veitingastaður hótelsins, Pestana Ocean Resort, býður m.a. sérrétti frá Madeira. Matur og drykkir eru einnig í boði allan daginn í fallegum garði við hótelið sem er umlukinn pálmatrjám og fallegum gróðri. Heilsulindin býður uppá úrval af slökunarmeðferðum og auk þess sauna og tyrkneskt bað.

4. febrúar: Flogið með Play í beinu flugi frá Keflavík kl. 09:00 og lent í Funchal á Madeira kl. 13:55 (sami tími og á Íslandi). Fararstjóri tekur á móti hópnum á flugvellinum og fylgir á Hotel Pestana Promenade 4* og aðstoðar við innritun. Þarna verður dvalið í 14 nætur. Engin skipulögð dagskrá er þá daga, sem ferðin stendur yfir, en boðið verður upp á valdar dagsferðir sem auglýstar verða þegar komið er í áfangastað. Þessar dagsferðir eru ekki innifaldar í verði ferðarinnar og þátttaka er valfrjáls.

18. febrúar: Lagt af stað frá hótelinu með rútu kl. 11:00 og ekið á flugvöllinn í Funchal þar sem innritun fer fram í flug Play til Íslands. Brottför flugs er kl. 14:55 og lent í Keflavík kl. 20:20.

Fararstjóri: Kristinn Blöndal.

Kristinn hefur verið  búsettur erlendis s.l. 40  ár og býr um þessa mundir á Costa Blanca svæðinu. Kristinn er reyndur í fararstjórn og ferðaskipulagningu, talar sjö tungumál og þekkir jafnframt vel til staðhátta á Madeira. Kristinn leggur áherslu á fræðslu um sögu og upplifun á þeim áfangastöðum þar sem hann starfar sem fararstjóri.

Verð: 419.000 kr. á mann.
Aukagjald fyrir eins manns herbergi 175.000 kr.

Við skráningu þarf að greiða 50.000 kr. staðfestingargjald innan 3ja daga. Greiðsluseðill birtist í heimabanka frá Niko ehf.

Greiða þarf lokagreiðslu 60 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja um greiðslu í heimabanka eða með kreditkorti.

Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko travel group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

Flug frá Keflavík til Madeira og til baka, allir skattar og gjöld.
 20 kg innrituð taska er innifalin og handfarangur, lítill persónulegur hlutur/taska að hámarki 10 kg, stærð 42 x 32 x 25 cm og þarf að passa undir sætið fyrir framan farþega.
 Gisting á Hotel Pestana Promenade 4* í 14 nætur.
 Hálft fæði – morgunverður og kvöldverður alla daga.
 Rútuakstur til og frá Funchal-flugvelli .
 Íslensk fararstjórn.

Bóka

Farþegi 1

Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.
Til að fá þrjú einsmannsherbergi þarf að gera þrjár bókanir með einum farþega.

Farþegi 1

Athugið:
Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 deilir herbergi með með farþega 4.
Til að fá t.d. eitt tveggjamanna herbergi og tvö einsmannsherbergi þarf að gera tvær bókanir aukalega með einum farþega.

Farþegi 3

Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.

Farþegi 3

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.

Farþegi 4

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.
Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

2 sæti laus!

Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka
fyrir staðfestingargreiðslu.

UPPSELT – BIÐLISTI

Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is 

Myndband frá Madeira