Ferðaskrifstofa eldri borgara býður uppá spennandi ferð til Finnlands og Eistlands þar sem höfuðborgirnar Helsinki og Tallinn verða heimsóttar.

Margir hafa oft hugsað sér að ferðast til Helsinki en ekki látið verða af því. Enn færri hafa íhugað ferð til Eistlands en nú kjörið tækifæri til að slá „tvær flugur í einu höggi“ Flogið verður með Icelandair til Helsinki að morgni 9. maí og gist þar í 2 nætur. Síðan verður siglt yfir Finnlandsflóa með ferju og gist í Tallinn í 2 nætur. Á lokadegi er ferðast til baka til Helsinki þaðan sem flogið verður þann 13. maí. Gist er á góðum 4 stjörnu hótelum og bæði morgunverður og kvöldverðir innifaldir alla daga auk skoðunarferða á báðum stöðum.

Fararstjóri er sr. Þórhallur Heimisson sem er öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum.

9. maí: Brottför kl. 7:35 með flugi Icelandair kl. 07:30 og lentí Helsinki kl. 14:00 að staðartíma (tímamismunur eru 3 klst.). Fararstjóri tekur á móti hópnum við komuna og fylgir í rútu sem ekur hópnum inn í miðborgina á Scandic Simonkenttå þar sem dvalið verður fyrstu 2 næturna. Innritun á hótel og síðan frjáls dagskrá. Kvöldverður á hótelinu kl. 19:00.

10. maí: Eftir morgunverð verður farið í hálfsdags skoðunarferð um borgina undir leiðsögn fararstjóra og komið til baka síðdegis. Meðal staða sem heimsóttir verða er Kletttakirkjan og minnisvarðinn um Sibelius. Kvöldverður á hótelinu kl. 19:00.

11. maí: Morgunverður og síðan eru herbergi afhend og farþegar halda með farangur sinn í rútu sem ekur hópnum að höfninni í Helsinki. Þaðan er svo siglt með ferju áleiðis til Tallinn kl. 10.30 og komið þangað kl. 13:00 (sama tímabelti). Við komuna bíður rúta sem ekur hópnum að Nordic Hotel Forum þar sem gist verður síðari 2 næturnar. Eftir hádegi gefst kjörið tækifæri til að skoða sig um í gamla bænum og virða fyrir sér andstæður Tallinn í samanburði við Helsinki. Kvöldverður á hótelinu er kl. 19:00.

12. maí: Eftir morgunverð verður farið í skoðunarferð um Tallinn þar sem fjölmargir staðir verða heimsóttir og góð tækifæri gefast til myndatöku. Komið á hótelið síðdegis og kvöldverður á hótelinu kl. 19:00.

13. maí: Kl. 8:30 eru herbergi rýmd og farþegar undirbúa sig fyrir brottför. Rúta ekur hópnum að höfninni þar sem innritun fer fram í ferju sem siglir til Helsinki kl. 10:30 og komið þangað kl. 12:30. Rúta bíður hópsins og ekur ásamt fararstjóra á flugvöllinn þar sem innritun fer fram í flug Icelandair sem er með brottför kl. 15.05. Lent er í Keflavík kl. 15.45 að staðartíma

• 239.000 kr. m.v. gistingu í tveggja manna herbergi. Aukagjald fyrir eins manns herbergi: 79.000 kr. Greiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald. Greiðsluseðill berst í heimabanka frá Niko ehf. Greiða þarf eftirstöðvar eigi síðar en 60 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja á milli greiðslu með peningum eða kreditkorti. Að öðru leyti vísast í ferðskilmála Niko ehf./Ferðaskrifstofu eldri borgara en þá má nálgast heimasíðu fseb.is

Flug Icelandair til Helsinki 9. maí til baka 13. maí – allir skattar og gjöld og 23 kg innrituð taska.
Gisting í 2 nætur á Scandic Simonkenttå 4* í 2 nætur og Nordic Forum 2* í 2 nætur með morgunverði.
2ja rétta kvöldverður á hótelum 4 kvöld (drykkir ekki innifaldir).
Allur akstur og skoðunarferðir skv. ferðalýsingu.
Ferja milli Helsinki og Tallin báðar leiðir.
Íslensk fararstjórn.

Bóka

Eingöngu laust í tveggja-manna herbergi!

Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir eins-manns herbergi með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Farþegi 1

Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.
Til að fá þrjú einsmannsherbergi þarf að gera þrjár bókanir með einum farþega.

Farþegi 1

Athugið:
Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 deilir herbergi með með farþega 4.
Til að fá t.d. eitt tveggjamanna herbergi og tvö einsmannsherbergi þarf að gera tvær bókanir aukalega með einum farþega.

Farþegi 3

Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.

Farþegi 3

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.

Farþegi 4

Farþegi 4 deilir herbergi með farþega 3.
Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun mun starfsmaður okkar hafa samband við þig til þess að ganga frá staðfestingargreiðslu. 

Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.