Ferðaskrifstofa eldri borgara býður eldri borgurum í skemmtilega ferð til Edinborgar en borgin er af mörgum talin fegurst allra borga í Skotlandi

Að þessu sinni verður gist á afar glæsilegu hóteli, InterContinental við George Street sem sumir hafa kallað „Champs-Élysée“ Edinborgar en gatan er umlukin fallegum verslunum ásamtfjölda veitinga- og kaffihúsa. Flogið verður með Icelandair til Glasgow og ekið þaðan beint til Edinborgar þar sem gist verður í 4 nætur. Farið verður í skoðunarferð út fyrir borgina og ferðast um fallegar sveitir landsins norður af Edinborg og m.a. siglt með fljótabát á hinu fallega stöðuvatni Loch Katrine. Farið verður í Edinborgarkastala auk Stirling kastala og þar að auki á ekta skoska söng- og danssýnningu „The Spirit of Scotland“ þar sem kvöldverður er snæddur. Kvöldverðir eru innifaldir í verði öll kvöld og íslensk fararstjórn allan tímann. 

16. september: Brottför kl. 07:35 með flugi Icelandair FI430 til Glasgow og lent þar kl. 10:50 að staðartíma. Síðan er ekið beint til Edinborgar þar sem innritun fer fram á hótel InterContinental við George Street. Um kvöldið verður farið á „The Spirit of Scotland Show” þar sem borinn er fram 4 rétta kvöldverður (The Ceremony of the Haggis) og við njótum hefðbundinnar skoskrar tónlistar og dansatriða. Auk málsverðar eru 2 drykkir innifaldir á mann. Ekið með rútu báðar leiðir.

17. september: Eftir morgunverð er lagt af stað skoðunarferð kl. 09:30 um áhugaverða staði í Edinborg, t.d. Leith, Old & New Town, Carlton Hill og Holyrood. Þaðan verður ekið að Edinborgarkastala og við skoðum þennan sögufræga kastala. Skoskur leiðsögumaður fylgir hópnum í samráði við fararstjóra. Frjáls dagskrá frameftir degi en kvöldverður er snæddur á hótelinu kl. 19:00. 

18. september: Brottför með rútu kl. 09:00 áleiðis að Stirlingkastala sem á sér fornfræga sögu líkt og Edinborgarkastali. Eftir heimsóknina í kastalann verður ekið norður í land og á leiðinni höfð viðdvöl á fallegu sveitasetri við bæinn Callander þar sem hægt verður að kaupa hádegismat (ekki innifalið í verði). Kl. 14:15 verður siglt með fljótabát um stöðuvatnið Loch Katrine og hægt að njóta frábærs útsýnis og stórkostlegs landslags. Komið til baka á hótelið síðdegis þar sem kvöldverður er snæddur kl. 19:30.

19. september: Frjáls dagur í Edinborg til að skoða sig vel um síðasta dag ferðarinnar. Kvöldverður á hótelinu kl. 19:00.

20. september: Kl. 09:30 eru herbergi rýmd og farþegar undirbúa sig fyrir brottför. Kl. 10:00 er ekið af stað áleiðis að Glasgow flugvelli þar sem innritun fer fram í flug Icelandair FI431 með brottför kl. 13:40. Lent er í Keflavík kl. 15:00 að staðartíma.

Verð: kr. 289.000 á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi  er kr. 120.000.

Geiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Eftirstöðvar verða innheimtar allt að 60 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja á milli greiðslu með peningum eða kreditkorti. 

• Flug Icelandair til Glasgow og til baka – allir skattar og gjöld. 
Gisting í 4 nætur á InterContinental St George Edinburgh 4* með morgunverði.
• 2ja rétta kvöldverður á hótelinu 3 kvöld af 4 (drykkir ekki innifaldir).
• Allur akstur og skoðunarferðir skv. ferðalýsingu.
• Aðgöngumiði á „The Spirit of Scotland Show“ ásamt kvöldverði og drykkjum.
• Aðgöngumiðar að köstulum og þeim stöðum sem heimsótir eru.
• Íslensk fararstjórn allan tímann og leiðsögn að hluta til á ensku.

InterContinental Edinborg

Bóka

Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun mun starfsmaður okkar hafa samband við þig til þess að ganga frá staðfestingargreiðslu. 

Örfá sæti laus

Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.