Ferðaskrifstofa eldri borgara efnir til hópferðar til Calpe í Valencia héraði á Spáni dagana 10. – 24. október 2024

Ferðaskrifstofa eldri borgara efnir til hópferðar til Calpe í Valencia-héraði á Spáni dagana 10.–24. október 2024. Á þessum tíma árs er mjög þægilegur hiti á Costa Blanca og því tilvalið að bregða sér úr kulda og skammdegi á Íslandi í hlýrra loftslag, sól og afslöppun. Gist er í 14 nætur á Hotel Roca Esmeralda sem í dag er 3* hótel með 4* þægindum. Útisundlaug, SPA, leikfimisalur, matsalur, bar og innipottur eru meðal þæginda. Morgunverður og kvöldverður alla daga eru innifaldir í verði.

Fararstjórn: Gísli Jafetsson ferðast með hópnum frá Íslandi og verður á hótelinu til 16. október. Kristinn Blöndal sem búsettur er á Alicante svæðinu tekur við fararstjórn 20. október og dvelur á hótelinu fram að brottför og fylgir hópnum á flugvöllinn.

Takmarkaður sætafjöldi er í þessa ferð og fyrstur pantar – fyrstur fær.

10. október: Flogið með Play í beinu flugi frá Keflavík kl. 14:50 og lent á Alicante flugvelli kl. 21:25 að staðartíma. Fararstjóri fylgir hópnum til Alicante og fylgir farþegum að rútu sem bíður við komuna og ekur áleiðis til bæjarins Calpe þar sem gist verður í 14 nætur. Engin skipulögð dagskrá er þá daga sem ferðin stendur yfir. Boðið verður uppá valdar dagsferðir meðan á ferðinni stendur sem auglýstar verða þegar komið er í áfangastað. Þær eru ekki innifaldar í verði ferðarinnar og þátttaka er valfrjáls.

24. október: Lagt af stað frá hótelinu með rútu kl. 18:00 og ekið að Alicante flugvelli þar sem innritun fer fram í flug Play. Brottför flugs er kl. 22:25 og lent í Keflavík kl. 01:10 eftir miðnætti að íslenskum tíma.

289.000 kr. m.v. gistingu í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir eins manns herbergi: 89.000 kr.

Greiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald innan 3ja daga frá skráningu. Innheimta berst í heimabanka.

Greiða þarf lokauppgjör 60 dögum fyrir brottför.

Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko travel group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

Flug frá Keflavík til Alicante og til baka, allir skattar og gjöld.
• 20 kg innrituð taska er innifalin og auk þess allir skattar og gjöld. Leyfilegur handfarangur, lítill persónulegur hlutur/taska að hámarki 10kg og stærð 42x32x25 cm og þarf að passa undir sætið fyrir framan þig.
• Gisting á Roca Esmeralda í 14 nætur.
• Hálft fæði – morgunverður og kvöldverður alla daga.
• Rútuakstur til og frá Alicante flugvelli.
• Íslensk fararstjórn.

Gísli Jafetsson

Gísli ferðast með hópnum til Alicante og mun dvelja á hótelinu til 16. október. Hann hefur komið víða við á undanförnum árum. Gísli er þekktur fyrir hvað hann heldur vel utan um hópinn á hverjum tíma. Gísli hefur mikil tengsl við samfélag eldri borgara en hann var um árabil framkvæmdastjóri FEB.


Kristinn Blöndal

Kristinn tekur við fararstjórn 20. október og mun dvelja á hótelinu fram að brottför. Hann mun fylgja hópnum á flugvöllinn og aðstoða við innritun. Kristinn hefur verið  búsettur erlendis s.l. 40  ár og býr um þessa mundir á Costa Blanca svæðinu, hann er m.a. mjög reyndur í fararstjórn og ferðaskipulagningu. Jafnfram hefur hann góða þekkingu á staðháttum.

Bóka

UPPSELT – BIÐLISTI

Uppselt er í þessa ferð. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Farþegi 1

Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.
Til að fá þrjú einsmannsherbergi þarf að gera þrjár bókanir með einum farþega.

Farþegi 1

Athugið:
Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 deilir herbergi með með farþega 4.
Til að fá t.d. eitt tveggjamanna herbergi og tvö einsmannsherbergi þarf að gera tvær bókanir aukalega með einum farþega.

Farþegi 3

Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.

Farþegi 3

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.

Farþegi 4

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.
Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun mun starfsmaður okkar hafa samband við þig til þess að ganga frá staðfestingargreiðslu. 

2 sæti laus

Eingöngu er hægt að bóka 2ja manna herbergi þar sem einstaklingsherbergi eru uppseld. Hægt er að skrá sig á biðlista fyrir einstaklingsherbergi með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is