Ferðaskrifstofa eldri borgara býður í fyrsta sinn upp á glæsilega sérferð eldri borgara til Berlínar. Borgin á sér langa sögu bæði fyrir og eftir síðari heimsstyrjöldina annars vegar og hins vegar fyrir og eftir fall Berlínarmúrsins árið 1989.

Nú er tækifæri til að heimsækja þessa stórbrotnu borg og kynnast þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem átt hefur sér stað eftir að austur- og vesturhlutinn sameinðustu fyrir rúmum 30 árum.

Flogið verður í beinu flugi með Icelandair og dvalist á hinu glæsilega 4* Park Inn by Radisson hóteli við Alexanderplatz sem er í fyrrum Austur-Berlín og nálægt miðborginni þaðan sem stutt er í allar áttir. Farið verður í skoðunarferðir 3 daga af 5 en góður tími gefst til að skoða sig um í borginni þess á milli. Kvöldverður er innifalinn á hótelinu öll kvöldin ásamt morgunverði.

Fararstjóri er Thomas Möller sem bjó í Berlín um árabil.

Ferðatilhögun

Brottför kl. 07:35 með flugi Icelandair og lent í Berlín Brandenburg kl 13:10 að staðartíma (tímamismunur eru 2 klst.). Fararstjóri safnar þátttakendum saman við komuna og fylgir í rútu sem ekur hópnum inn í miðborgina á Park Inn hótelið þar sem dvalist verður í 4 nætur. Innritun á hótel og síðan frjáls dagskrá. Kvöldverður á hótelinu kl. 19:00.

Eftir morgunverð verður farið kl. 10:00 í 3ja klst. skoðunarferð um borgina undir leiðsögn fararstjóra og komið til baka um kl. 13:00. Heimsóttir verða fjölmargir áhugaverðir staðir, t.d. Brandenborgarhliðið, Þinghúsið, Minnismerki um austur-þýskan hluta Berlínarmúrsins, Checkpoint Charlie, Dómkirkjan og Potsdamer Platz. Sjón er sögu ríkari. Frjáls dagskrá fram eftir degi en síðan er kvöldverður á hótelinu kl. 19:00.

Eftir morgunverð fylgir fararstjóri farþegum að Austur-þýska safninu (DDR Museum) sem er mjög áhugavert að skoða. Þar er brugðið upp myndum af lífi Austur-Þjóðverja eins og það var á Kaldastríðsárunum og fram að falli Berlínarmúrsins. Aðgangur er innifalinn og aðeins tíu mínútna gangur frá hótelinu á safnið. Frjáls tími gefst til að skoða sig um og farþegum er í sjálfs vald sett hversu lengi þeir eru á safninu. Frjáls dagskrá fram eftir degi og kvöldverður á hótelinu kl. 19.00.

Eftir morgunverð verður haldið í skemmtisiglingu eða svokallaða „brúasiglingu“ þar sem siglt verður frá viðlegukanti við ána Spree og þaðan undir alls 50 brýr og þrjú árskilrúm. Meðan á þessari 3,5 klst. siglingu stendur upplifa farþegar sambland af fallegum stöðum og fallegri náttúru Berlínar. Komið að bryggju fljótlega eftir hádegi og þá er síðasti dagurinn frjáls fram á kvöld. Kvöldverður á hótelinu kl. 19:00.

Eftir morgunverð eru herbergi rýmd og farþegar undirbúa sig fyrir brottför frá Berlín. Kl. 11:00 ekur rúta mannskapnum á flugvöllinn þar sem farþegar innrita sig í flug Icelandair með brottför til Íslands kl. 14:10. Lent er í Keflavík kl. 15:50.

Verð, innifalið og fararstjórn

Verð: 239.000 kr. á mann miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.
Aukagjald fyrir gistingu í einstaklingsherbergi er 35.900 kr.

Geiða þarf 50.000 kr. staðfestingargjald pr. farþega við bókun sem innheimt verður í heimabanka.

Greiða þarf eftirstöðvar eigi síðar en 60 dögum fyrir brottför og þá er hægt að velja á milli greiðslu með peningum eða kreditkorti.

Að öðru leyti og um endurgreiðslur gilda ferðaskilmálar Niko travel group sem nálgast má á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.

Flug Icelandair til Berlínar 25. ágúst og til baka 29. ágúst – allir skattar og gjöld og 23 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur..
Gisting í 4 nætur á Parki Inn by Radisson með morgunverði.
2ja rétta kvöldverður á hótelum 4 kvöld (drykkir ekki innifaldir).
Skoðunarferð um Berlín 26.08. og brúasigling 28.08.
Aðgangur að DDR-safninu.
Allur akstur og skoðunarferðir skv. ferðalýsingu.
Íslensk fararstjórn.

Thomas Möller

Thomas Möller, verkfræðingur, er fararstjóri í þessari ferð til Berlínar. Hann er þaulkunnugur Berlin og gjörþekkir hverfin, söfnin og áhugaverðu staðina. Thomas dvaldist í borginni með fjölskyldu sinni við nám í sex ár. Thomas hefur oft komið til Berlínar síðan og hefur haldið mörg námskeið um borgina fyrir ferðahópa.

Park Inn by Radisson

Bóka

Uppselt – Biðlisti

Hægt er að skrá sig á biðlista með því að hafa samband við okkur á niko@niko.is.

Farþegi 1

Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.
Til að fá þrjú einsmannsherbergi þarf að gera þrjár bókanir með einum farþega.

Farþegi 1

Athugið:
Farþegi 1 er greiðandi
Farþegi 1 deilir herbergi með með farþega 2.
Farþegi 3 deilir herbergi með með farþega 4.
Til að fá t.d. eitt tveggjamanna herbergi og tvö einsmannsherbergi þarf að gera tvær bókanir aukalega með einum farþega.

Farþegi 3

Farþegi 3 er í einsmannsherbergi.

Farþegi 3

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.

Farþegi 4

Farþegi 3 deilir herbergi með farþega 4.
Skilaboð með pöntun geta t.d. verið óskir um séraðgengi, tegund herbergis (t.d. aðskilin rúm), spurningar til okkar varðandi ferðina. Hér er einnig góð hugmynd að taka það fram ef ferðast er með öðrum sem hafa bókað ef áhugi er fyrir því að vera með herbergi nálægt viðkomandi.

Þegar þú hefur staðfest bókun verður
stofnaður greiðsluseðill í heimabanka fyrir staðfestingargreiðslu.