Aðventuferðir eldri borgara til Kaupmannahafnar
frá 27. til 30. nóvember 2022
Flogið með Icelandair frá Keflavík á sunnudagsmorgni 27.-30. nóvember. Dvalið er á hinu glæsilega hóteli Skt. Petri (Nánar um hótelið) í miðborg Kaupmannahafnar þaðan sem stutt er á Strikið, í verslanir eða á veitingastaði.
Dagskrá ferðanna tekur mið af þörfum eldra fólks og er bæði menningarleg, fræðandi og skemmtileg. Á komudegi er snæddur ekta danskur matur á veitingahúsinu Karla og á mánudagsmorgni er farið er í gönguferð um gamla bæinn undir leiðsögn Ástu Stefánsdóttur. Á þriðjudegi er haldið í heimsókn í Jónshús þar sem Halla Benediktsdóttir staðarhaldari tekur á móti hópnum og fræðir um sögu þessa merka húss. Síðar um kvöldið er farið í Tivoli þar sem snæddur er „julefrokost“ á veitingastaðnum Grøften í Tivoli. Þá er farið í skemmtisiglingu á lokadegi þar sem jazzbandið Scandinavian Rythmboys leikur skemmtilega tónlist meðan siglt er um síkin og borgin skoðuð frá öðru sjónarhorni. Síðdegis er svo haldið með rútu á Kastrup flugvöll þaðan sem brottför er um kvöldið með Icelandair til Keflavíkur.
Scandinavian Rythmboys
Hópar okkar telja að jafnaði 45 manns og eru undir öruggri fararstjórn Sigurður K. Kolbeinssonar sem annast hefur fararstjórnina í Kaupmannahöfn að mestu frá upphafi þessara vinsælu ferða. Aðventuferðir hafa verið farnar í tæp 20 ár og oftast selst upp. Hafðu samband með því að smella hér og senda okkur tölvupóst með fyrirspurn.
Verð kr. 179.000 á mann *
Aukagjald fyrir gistingu í einbýli kr. 34.900
Innifalið í verði:
- Flug með Icelandair ásamt flugvallarsköttum og bókunargjaldi
- Allar rútuferðir til og frá hóteli og innan Kaupmannahafnar
- Gisting á Hotel Skt. Petri í 3 nætur ásamt morgunverði
- Skoðunarferð um gamla bæinn og heimsókn í Jónshús
- Kvöldverðir á komudegi og „Julefrokost“ í Tivoli (drykkir innifaldir að hluta)
- Sigling um síkin á lokadegi
- Íslensk fararstjórn
- Staðfestingargjald er kr. 50.000