Stokkhólmur

Stokkhólmur, höfuðborg Svíþjóðar, iðandi af lífi og fjöri, laðar til sín eldri borgara með einstakri blöndu af sögu, menningu og náttúrufegurð.
Í þessu bloggi skyggnumst við um í töfrandi heimi Stokkhólms og búum til lista yfir það sem hægt er að gera í borginni og tekur mið af óskum þínum og því sem þú hefur sérstakan áhuga á.

Stokkhólmur: Menningarborg

Stokkhólmur stendur að nokkru leyti á mörgum eyjum sem hver hefur sína töfra. Borgin er þekkt fyrir margbreytta sögu sína, söfn á heimsmælikvarða og fallegt útsýni yfir eyjarnar og Löginn (Mälaren). Hún býður gestum að slaka á, skoða og kanna og auðga andann. Vinalegir heimamenn og innviðir, sem taka mið af þörfum eldri borgara, gera Stokkhólm að kjörnum áfangastað fyrir þig.

Hvað er í boði í Stokkhólmi?

Gamli bærinn.

1. Heimsæktu Gamla Stan (Gamla bæinn).

Byrjaðu ferðina í Gamla Stan, Gamla bænum í Stokkhólmi sem hrífur alla sem þangað koma. Steinlögð strætin, litríkar byggingar og söguleg kennileiti skapa heillandi andrúmsloft. Röltu eftir þröngum húsasundum, líttu við í konungshöllinni og skoðaðu þig um í töfrandi smáverslunum og kaffihúsum. Á mörgum af þessum stöðum er gott aðgengi fyrir fólk í hjólastólum.

2. Ekki láta Vasa-safnið framhjá þér fara.

Ferðastu aftur í tímann á Vasasafninu sem hýsir Vasa, einstaklega vel varðveitt herskip frá 17. öld. Í safninu gefst tækifæri til að fræðast um sögu siglinga. Í safninu er nóg af sætum og svæði fyrir eldri borgara þar sem þeir geta tekið sér smáhvíld og notið þannig betur þess sem er í boði.

3. Slakaðu á í Djurgården.

Dýragarðseyjan (Djurgården) er kyrrlát vin í miðjum Stokkhólmi. Fáðu þér gönguferð um gróðurríka garða, njóttu þess að sitja við kyrrlátt flæðarmálið og heimsóttu staði eins og Skansinn, safn undir berum himni þar sem má kynnast sænskum menningararfi. Sporvagnar og golfkerrur eru í boði fyrir þá sem treysta sér ekki í langar gönguferðir.

4. Það bragðast svo vel.

Njóttu þess að gæða þér á hefðbundum sænskum réttum á einum af fjölmörgum veitingastöðunum í Stokkhólmi. Prófaðu sígilda rétti eins og sænskar kjötbollur, síld eða grafinn lax. Á mörgum matsölustöðum er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og matseðlar sem taka mið af sérstökum þörfum eldri borgara.

5. Fika-hefðin.

Gefðu þér tóm til að kynnast sænsku „fika-hefðinni“. „Fik“ er eitt af orðunum, sem Svíar nota um kaffi, og „fika“ er heiti á þeim sið að taka sér kaffihlé og þá oft að fá sér sætabrauð með kaffisopanum. Slakaðu á í hlýlegu kaffihúsi, spjallaðu við heimamenn og njóttu stundarinnar. Það ríkir indælt andrúmsloft við kaffibollana í Svíþjóð sem er kjörið fyrir eldri borgara sem vilja setjast niður og safna kröftum áður en lengra er haldið.

6. Konunglegi Djurgården.

Fáðu þér gönguferð um Konunglega Djurgården, undurfallegan skrúðgarð á Djurgården-eyju. Njóttu friðsældar og fallegs útsýnis yfir vatn, fjörð og borg. Meðfram göngustígunum eru bekkir þar sem má tylla sér niður.

7. Sigling milli eyja og hólma.

Stígðu um borð og njóttu þess að sigla í makindum á milli eyja og hólma í Stokkhólmi og kynnast einstakri náttúrufegurð og fuglalífi á þessum slóðum. Allmörg ferðaþjónustufyriræki bjóða skipulegar siglingar á litlum skipum eða bátum með góðu aðgengi fyrir alla aldurshópa.

8. Konunglegar móttökur.

Drottningholm höllin, sem er á mennigarminjaskrá UNESCO, er opinbert aðsetur sænsku konungsfjölskyldunnar. Skoðaðu þig um í höllinni og í fallegum skrúðgörðum og gefðu þér tóm til að líta inn í Kínverska skálann. Við og inni í höllinni eru rampar og lyftur fyrir gesti með hreyfihömlun.

9. Kraftmikil menningarborg.

Stokkhólmur státar af margbreyttu og blómstrandi menningarlífi. Þar eru fjölmörg leikhús, Stokkhólmsóperan og hljómleikasalir þar sem sígild tónlist er höfð í hávegum. Njóttu tónlistar eða leiklistar á einhverjum af þessum stöðum þar sem er í boði á sumum þeirra afsláttur fyrir eldri borgara og gott aðgengi að sætum.

10. Taktu brot af minningum með þér heim.

Líttu við í lista- og handiðnaverslunum þar sem þú gætir fundið fallega minningargripi og handgerð djásn. Og hvernig væri að staldra við á handiðnavinnustofu ef þú hefur áhuga á að reyna þig við hefðbundna sænska handiðn.

11. ABBA safnið.

Verið velkomin í ABBA-safnið í Stokkhólmi, töfrandi upplifun með hinum goðsagnakennda poppkvartett. Komdu inn í dáleiðandi heim Agnethu, Björns, Benny og Anni-Frid með gagnvirkum sýningum sem bregða upp myndum af farsælum ferli þeirra á heimsvísu. Skoðaðu búninga, endurupplifðu ógleymanlega frammistöðu og reyndu jafnvel að blanda saman ABBA-lagi í háþróuðu hljóðveri. Þessi einstaka sýning býður þér að dansa samhliða hólógrafískum vörpum af stjörnunum í ABBA og sökkva þér niður í töfrandi takta í sígildum smellum þeirra. Hvort sem þú ert dyggur aðdáandi eða hlutlaus áhorfandi býður ABBA-safnið upp á grípandi ferðalag um tónlistarsöguna með ABBA.

Heillandi saga Stokkhólms, náttúrufegurð og áhugaverðir staðir, þar sem tekið er vel á móti eldri borgurum, gefa ferðalöngum færi á að upplifa norrænt ævintýri þar sem má slaka á og kanna um leið heillandi heim.
Hvort sem þú reikar um steinlögð stræti í Gamla Stan, upplifir andrúmsloftið í aldagömlu herskipi eða bragðar á sænsku ljúfmeti máttu treysta því að í Stokkhólmi finnurðu ótalmargt sem þú hefur áhuga á og er sniðið að þörfum þínum. Settu því niður í ferðatöskuna, láttu undan freistingunni og komdu í ógleymanlegt ferðalag um hjarta Norðurlanda.